Skilmálar

 

Centra Fyrirtækjaráðgjöf hf. er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki frá Fjármálaeftirlitinu og starfsemi þess er undir eftirliti Fjármálaeftirlitins í samræmi við lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

Sem fjármálafyrirtæki þarf Centra fyrirtækjaráðgjöf, lögum samkvæmt, að afla ýmissa upplýsinga frá viðskiptavinum sínum og ýmsar reglur Centra Fyrirtækjaráðgjafar þurfa að vera aðgengilegar fyrir viðskiptavini þess.

Centra Fyrirtækjaráðgjöf hefur sett sér Reglur um bestu framkvæmd viðskiptafyrirmæla í samræmi við 18. gr. laga um verðbréfaviðskipti,  Stefnu um hagsmunaárekstra í samræmi við 8. gr. laga um verðbréfaviðskipti og Verklagsreglur um eigin viðskipti í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti og leiðbeinandi tilmæli Fjármálaeftirlitsins. Centra Fyrirtækjaráðgjöf hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þessar reglur sem er að finna hér á undirsíðum.

Athygli viðskiptavinar er sérstaklega vakin á því að Centra Fyrirtækjaráðgjöf sérhæfir sig ekki í viðskiptum við almenna fjárfesta né heldur persónulegri ráðgjöf við fjárfesta og getur því fjárfesti reynst nauðsynlegt að afla sér ráðgjafar utanaðkomandi sérfræðinga vegna viðskipta sem hann gerir á grundvelli þessara skilmála. Viðskiptavinur er ennfremur hvattur til að kynna sér gildandi lög og reglur á hverjum tíma, s.s. lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, lög nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði og lög nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Gjaldskrá Centra Fyrirtækjaráðgjafar er sem hér segir: