Verklagsreglur

 

Með reglum þessum er stefnt að því að koma í veg fyrir að viðskipti Centra fyrir eigin reikning, viðskipti eigenda virkra eignarhluta, stjórnenda, starfsmanna og maka framangreindra aðila rekist á við hagsmuni viðskiptamanna. Starfsmenn og stjórnendur Centra skulu ávallt gæta hagsmuna viðskiptavina félagsins og hafa þá grundvallarreglu í huga að hagsmunir viðskiptavina Centra eru um leið hagsmunir félagsins sjálfs. Jafnframt skulu starfsmenn Centra forðast að viðskiptin gefi tilefni til að ætla að þau rekist á við hagsmuni viðskiptavina. Starfsmenn og stjórnendur verða jafnframt að hafa í huga að Centra er heimilt að krefjast þess að viðskipti starfsmanna eða stjórnenda, sem að áliti félagsins eru tortryggileg, gangi til baka, eða að gera upptækan hagnað af slíkum viðskiptum.

Centra er með starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki samkvæmt lögum 161/2002 og er sem slíkt undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins. Með setningu þessara reglna, er Centra að uppfylla ákvæði 5. gr., 6. gr. og 8. gr., sbr. og 18. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Hér er hægt að sækja verklagsreglur Centra Fyrirtækjaráðgjafar hf. í heild sinni.