Stjórn Centra

 

karl þorsteins

Karl er með meistaragráðu í stjórnun og fjármálum frá London Business School og er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon.) frá Háskóla Íslands. Hann hefur mjög víðtæka reynslu sem stjórnandi, stjórnarmaður og ráðgjafi í fjölda verkefna fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Karl var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Búnaðarbanka Íslands (síðar KB banka) og stofnaði og stýrði útibúi MP Banka í London. Eftir heimkomu hefur Karl sinnt ráðgjöffyrir fyrirtæki og fjárfesta ásamt stjórnarstörfum fyrir félög með mjög fjölbreyttan og ólíkan rekstur.

Karl tók sæti í stjórn Centra árið 2022 sem stjórnarformaður.

GSM: +354 896 2916

Netfang: karl@centra.is

ingvar garðarsson

Ingvar er viðskiptafræðingur (Cand. Oecon) frá Háskóla Íslands og fékk hann löggildingu til endurskoðunar 1996. Ingvar hefur víðtæka reynslu af fjármálum, uppbyggingu, rekstri og stefnumótun fyrirtækja. Ingvar vann hjá Coopers & Lybrand í 8 ár við endurskoðun og ráðgjöf. Á árunum 2000 til 2007 byggði Ingvar upp fjarskiptafyrirtæki á Íslandi (Halló/Vodafone) og Írlandi (Magnet Networks). Síðustu árin hefur Ingvar stýrt uppbyggingu framleiðslufyrirtækja í matvælaiðnaði í Bretlandi, Kanada og Grænlandi auk þess að koma að öðrum fjármála- og rekstrartengdum verkefnum hér á landi.

Ingvar tók sæti í stjórn Centra árið 2022 og er varaformaður stjórnar.

GSM: +354 820 5050

Netfang: ingvar.gardarsson@centra.is


hermann baldursson

Hermann er með MBA gráðu frá Michigan State University og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur komið að fjölda verkefna á sviði stefnumótunar og fyrirtækjaráðgjafar. Sérsvið hans er í orkugeiranum, en hann hefur unnið að jarðhitaverkefnum um allan heim, ástamt því að sinna ráðgjöf við íslensku orkufyrirtækin.

Hermann tók sæti í stjórn Centra árið 2022.

Bein lína: +354 450 1506 - GSM: +354 690 0611

Netfang: hermann.baldursson@centra.is


Eigendur

Centra Fyrirtækjaráðgjöf er að fullu og öllu leyti í eigu starfsmanna og skiptast eignarhlutir sem hér segir:

Bellevue Partners dx slf. (undir stjórn Sigurðar Harðarsonar)   ..........................................20%

Bdix dx slf. (undir stjórn Kristjáns Arasonar)   ..................................................................20%

Dittó dx slf. (undir stjórn Karls Þorsteins)   ......................................................................20%

HB Consulting dx slf. (undir stjórn Hermanns Baldurssonar)   ........................................20%

Svinnur dx slf. (undir stjórn Ingvars Garðarssonar)   .........................................................20%

  

Stjórnarhættir

Skv. 54. grein laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki ber Centra Fyrirtækjaráðgjöf meðal annars að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja og birta árlega yfirlýsingu um stjórnarhætti fyrirtækisins í sérstökum kafla í ársreikningi og á heimasíðu sinni. Centra fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og NasdaqOMX á Íslandi. Gildandi útgáfa var birt í febrúar 2021 og má nálgast hana á vefsíðunni www.leidbeiningar.is.

Stjórnarhættir félagsins eru í samræmi við þessar leiðbeiningar með eftirfarandi undantekningum (tilvísanir í sviga vísa í 6. útgáfu leiðbeininganna):

• Vefsíða félagsins er ekki notuð til að upplýsa hluthafa um tímasetningu hluthafafunda eða framboð til stjórnar (1.1.2, 1.1.6).

• Félagið skipar ekki tilnefningarnefnd (1.5.1), en stjórnin metur árlega hvaða hæfni stjórnarmenn þurfi að búa yfir til að sinna málefnum félagsins og að auki hvernig samsetning og fjölbreytni stjórnarinnar sé háttað.

• Félagið hefur ekki sett sér stefnu um sjálfbærni félagsins eða fjölbreytileika (2.9) og birtir einungis að litlu leyti ófjárhagslegar upplýsingar (6.2).

Stjórnarhættir félagsins í þessum málum endurspeglast af smæð þess, en að öðru leyti eru stjórnarhættir félagsins í samræmi við ofangreindar leiðbeiningar. Centra Fyrirtækjaráðgjöf þarf að fylgja stjórnarháttum sem löggjafinn setur og endurspeglast það í þeim stjórnarháttum sem félagið hefur tamið sér. Þar af leiðandi hafa stjórnarhættir félagsins verið mjög formlegir frá upphafi, með skriflegum viðmiðunarreglum fyrir stjórn félagins og framkvæmdastjóra þess, ásamt skriflegum reglum sem lúta að málefnum líkt og hagsmunaárekstrum. Reglur þessar eru aðgengilegar hluthöfum og öðrum á skrifstofu félagsins.

Innra eftirlit og áhættustýring eru skjalfest og hafa verið innleidd í verklagsreglur. Félagið hefur ráðið utanaðkomandi aðila til að sinna innra eftirliti og hefur sett sér formlegar reglur varðandi áhættu- og lausafjárstýringu með eftirliti á öllum reglulegum stjórnarfundum. Þar að auki hafa ýmsir þættir sem snúa að áhættustýringu og innra eftirliti verið innleiddir í verklagsreglur starfsmanna. Reglulegar skýrslur sem skila þarf til Fjármálaeftirlitsins gera það að verkum að innra eftirlit og áhættustýring eru sem skyldi, sem á móti tryggir að fjárhagsupplýsingar um rekstur félagsins eru skilmerkilegar og liggja tímanlega fyrir.

Gildi félagsins eru byggð á því að félagið sé sjálfstætt og óháð, að fagmennska sé tryggð og að félagið sé traustsins vert. Stjórnskipulag, innri verklagsreglur og stefnur, líkt og stefna um hagsmunaárekstra, tryggja þessi gildi og gera það að verkum að þau hafa bein áhrif á daglegar athafnir allra starfsmanna.

Hlutverk og skyldur stjórnar hafa ávallt verið skýr og í samræmi við bestu starfsvenjur líkt og skjalfest er í leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands. Á formlegum og reglulegum fundum stjórnar eru fastir og árstíðabundnir dagskrárliðir ásamt atriðum sem stjórnin telur þörf á að ræða hverju sinni. Árangursmat stjórnar snýr helst að afkomu, stefnumótandi stöðugleika og viðskiptaþróun. Frá aðalfundi félagsins 2020 hefur stjórn þess komið saman alls 13 sinnum. Stjórnin er skipuð þremur stjórnarmönnum og tveimur til vara samkvæmt samþykktum félagsins. Mættu allir aðalmenn á alla þessa fundi. Stjórnin hefur engar skilgreindar undirnefndir.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri félagsins og hefur vald til að stjórna málefnum þess, innan setts lagaramma um fjármálafyrirtæki (lög nr. 161/2002) og eigin samþykkta félagsins. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir því að greina, mæla og fylgjast með áhættu sem tengist starfsemi félagsins. Hann ræður starfmenn félagsins.

Starfskjarastefna félagsins kveður á um samkeppnishæf laun og kaupaukakerfi, sem rekið er að eigin ákvörðun félagsins, frekar en sem samningur við hvern og einn starfsmann. Engar árangurstengdar greiðslur voru greiddar út árið 2020. Félagið hefur ekki hvatakerfi byggt á kauprétti. Lög nr. 161/2002 og reglur nr. 388/2016 setja ákveðnar hömlur á kaupaukakerfi félagsins.

Engar sektir voru lagðar á félagið árið 2020 af eftirlitsaðilum.

Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafafundar, sem er aðeins háð lagalegum mörkum og mörkum samþykkta félagsins. Stjórnin boðar hluthafafund þegar hún telur nauðsynlegt, þegar kveðið er á um það í samþykktum, að beiðni endurskoðenda félagsins eða þegar hluthafar sem ráða minnst 1/10 hlutafjár í félaginu gera skriflega beiðni um að slíkur fundur sé haldinn og taka fram hvert viðfangsefni hans skuli vera. Hluthafafundir skulu vera boðaðir með auglýsingu í dagblaði eða með rafrænum hætti. Hingað til hafa allir hluthafafundir verið boðaðir með rafrænum hætti.